Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju

00:00
00:00

Bók Guðjóns Friðriks­son­ar sagn­fræðings um for­setatíð Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar var aft­ur­kölluð úr prent­smiðju vegna banka­hruns­ins á Íslandi og skip­brots ís­lensku út­rás­ar­inn­ar.  For­set­inn var hliðholl­ur ís­lensku viðskipta­lífi og hef­ur stund­um verið kallaður guðfaðir ís­lensku út­rás­ar­inn­ar. Þegar bók­in var kom­in í prent­smiðju hrundi hins­veg­ar ís­lenska banka­kerfið eins og spila­borg.

Guðjón Friðriks­son seg­ir að sér hafi þótt viss­ast að skrifa bæði nýj­an for­mála og eft­ir­mála í ljósi þess en for­set­inn hafi ekki óskað eft­ir breyt­ing­um á því sem eft­ir hon­um væri haft. Guðjón Friðriks­son bygg­ir bók­ina á viðtöl­um við Ólaf Ragn­ar, sam­ferðamenn hans stjórn­mála­menn og fræðimenn. Hann  seg­ist ekki líta á sig sem mál­svara Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, menn verði bara að meta það, hver fyr­ir sig, hvort hann hafi gengið of langt í stuðningi sín­um við ís­lensku út­rás­ina. Ólaf­ur Ragn­ar sé tví­mæla­laust um­deild­asti for­seti sem Íslenska þjóðin hafi átt.

Ýmsar nýj­ar upp­lýs­ing­ar koma fram í bók­inni meðal ann­ars um sam­skipti Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar og Davíðs Odds­son­ar sem hafi verið verri en fólk gerði sér grein fyr­ir en um það vitna meðal ann­ars áður óbirt bréf sem fóru þeim á milli. Bók­in kem­ur út inn­an fárra vikna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert