Þekktir afbrotamenn í haldi

Lögreglumenn athafna sig í byggingunni í morgun.
Lögreglumenn athafna sig í byggingunni í morgun.

Fjórir menn hafa nú verið handteknir í tengslum við rannsókn lögreglu á umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði. Þrír þeirra voru handteknir í morgun á sá fjórði síðdegis, við komuna til landsins. Allir mennirnir eru Íslendingar. Einn er á fertugsaldri en hinir þrír á þrítugsaldri.

Tveir mannanna hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. október. Einn mannanna er laus úr haldi en sá sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli hefur ekki enn verið yfirheyrður.

Mennirnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald til 30. október eru báðir á reynslulausn eftir að hafa setið í fangelsi fyrir alvarlega glæpi.

Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að mennirnir tveir væru Jónas Ingi Ragnarsson, sem dæmdur var í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir aðild að líkfundarmálinu svokallaða, og Tindur Jónsson, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir árás með sveðju, árið 2006.

Mbl.is hefur fengið staðfest að Jónas Ingi og Tindur eru grunaðir um að vera höfuðpaurar í málinu. Jónas Ingi var handtekinn í iðnaðarhúsnæðinu en Tindur í annarri húsleit sem fór fram á sama tíma.

Rannsókn málsins hefur staðið yfir í nokkra mánuði. Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vann að málinu í samstarfi við alþjóðalögregluna Europol. Í morgun og nótt, þegar lögreglan lét til skarar skríða, tóku á fjórða tug manna þátt í aðgerðum. Þeir komu frá tollgæslu, sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meðal annars var leitað samtímis á nokkrum stöðum, meðal annars þar sem mennirnir voru handteknir.

Við húsleitirnar fundust 20 kíló af hassi, efni á framleiðslustigi og fullunnið amfetamín og metaamfetamín meðal annars. Um nokkurt magn er að ræða en það hefur ekki verið rannsakað til fulls ennþá og því ekki hægt að segja til um styrkleika efnisins né magn.

BG þjónustan, sem er með lageraðstöðu við hlið iðnaðarhúsnæðisins þar sem fíkniefnaframleiðslan fór fram, tengist fíkniefnamálinu ekki með neinum hætti.

Jónas Ingi Ragnarsson var dæmdur árið 2005 í tveggja og …
Jónas Ingi Ragnarsson var dæmdur árið 2005 í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir þátt sinn í líkfundarmálinu svokallað. Árni Sæberg
Hluti af verksmiðjunni, sem var lokað í dag. Myndin er …
Hluti af verksmiðjunni, sem var lokað í dag. Myndin er tekin af vef lögreglunnar.
Lögreglan við amfetaverksmiðjuna í Hafnarfirði í dag.
Lögreglan við amfetaverksmiðjuna í Hafnarfirði í dag. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert