Áfram rafmagnstruflanir á Vesturlandi

Rafmagn fór af raflínu milli Vegamót og Ólafsvíkur, Staðarveitarlínu og Laugagerðislínu um kl. 14:55 í dag.

Að sögn Rarik á Vesturlandi tókst ekki að koma rafmagni á línuna milli Vegamóta og Ólafsvíkur aftur og er talið að hún sé slitin vegna ísingar. Er vinna hafin við að ræsa varavélar.

Rafmagn er komið aftur á Staðarsveitarlínu og Laugagerðislínu og  eiga notendur á sunnanverðu Snæfellsnesi að vera komir með rafmagn aftur.
 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert