Flugi aflýst vegna veðurs

mbl.is/Ómar

Flugfélag Íslands hefur aflýst fyrirhuguðum flugferðum frá Reykjavík til Akureyrar og Egilsstaða. Vélin til Egilsstaða átti að fara í loftið kl. 19 og vélin til Akureyrar fimmtán mínútum síðar. Athugað verður með flug í fyrramálið kl. 7.

Von er á vél frá Akureyri til Reykjavíkur kl. 19:32.

Flugáætlun Flugfélags Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka