Fólkið frekar en málefnin í forsetakosningu hjá ASÍ

Kosningabaráttan milli Ingibjargar R. Guðmundsdóttur og Gylfa Arnbjörnssonar um forsetastól Alþýðusambands Íslands hefur verið í mýflugumynd, að minnsta kosti á yfirborðinu.

Enn eru þau aðeins tvö í kjöri, varaforsetinn og framkvæmdastjórinn, en kosið verður í fyrramálið klukkan tíu. Ingibjörg og Gylfi eru samverkamenn til áratuga, góðir vinir en að sögn ólíkt fólk með ólíkar vinnuaðferðir. Kosningin verður í raun miklu frekar um fólk heldur en málefni.

Ingibjörg segist leggja áherslu á að hlusta vel eftir sjónarmiðum annarra og ná sátt um viðfangsefni hvers tíma. Gylfi hefur það orð á sér að vilja taka ákvarðanir hratt og keyra málin í gegn. Að einhverju leyti hefur hann þá ímynd ef til vill vegna stöðu sinnar hjá ASÍ. Sem framkvæmdastjóri er það hlutverk hans að koma hreyfingu á mál sem búið er að taka ákvörðun um. Í sæti forseta yrði hlutverk hans annað og þá kannski fasið líka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka