Rafmagn er komið á hjá flestum rafmagnsnotendum í Snæfellsbæ. Vinnuflokkur RARIK vinnur nú að bilanaleit á 66 kílóvatta flutningslínu Landsnets frá Vegamótum í Ólafsvík. Vitað er um ísingu á línunni. Ekki er búið að staðsetja bilunina.
Til að komast megi hjá skömmtun á rafmagni eru raforkunotendur í Snæfellbæ vinsamlega beðnir að fara sparlega með rafmagn, segir í tilkynningu frá RARIK á Vesturlandi