Búast má við frekari rafmagnstruflunum í nótt

Leiðindaveður hefur verið á Vestfjörðum í kvöld.
Leiðindaveður hefur verið á Vestfjörðum í kvöld. mbl.is/Halldór

Rafmagn er aftur komið á á Ísafirði og nærliggjandi sveitarfélögum, en rafmagnstruflanir hafa verið á norðanverðum Vestfjörðum í kvöld vegna óveðurs, ísingar og seltu. Skv. upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða má búast við áframhaldandi rafmagnstruflunum í nótt.

Enn er leiðindaveður á svæðinu, en það er nú aðeins byrjað að ganga niður. 

Ekki er vitað til þess að skemmdir hafi orðið á línum, skv. upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka