Þakplötur fuku á Reykjanesi

Björgunarsveitarmenn í Garði fást við þakplötur í óveðrinu í kvöld.
Björgunarsveitarmenn í Garði fást við þakplötur í óveðrinu í kvöld. mbl.is/Hilmar Bragi

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum hafa fengið nokkrar beiðnir um aðstoð vegna óveðurs í kvöld. Þá hafa björgunarsveitir einnig verið kallaðar út til að aðstoða vegfarendur á Hellisheiði.

Í Keflavík og Njarðvík hafa björgunarsveitir sinnt sex óveðursverkefnum, m.a. hafa farið tvisvar að sama húsinu þar sem þakplötur fuku. Í Sandgerði fauk grindverk við íþróttamiðstöðína sem og trampólín úr garði.

Einnig hafa björgunarsveitir aðstoðað vegna báta, sem voru að losna frá bryggju á Skagaströnd og í Súðavík.

Björgunarsveitir á svæðum, þar sem spáð er að óveðrið gangi yfir eru í viðbragðsstöðu og viðbúnar að bregðast við verði veðrið með óskunda í nótt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert