Sjö útköll vegna fjúkandi trampólína

Óveður er nú á suðvesturhluta landsins.
Óveður er nú á suðvesturhluta landsins.

Lögreglunni á Suðurnesjum hefur á síðasta hálfa öðrum klukkutímanum borist sjö útköll vegna fjúkandi trampólína í hvassviðrinu sem nú gengur yfir vesturhluta landsins. Auk þessa hefur lögreglunni borist útköll vegna lausra þakkanta og bílskúrshurðar sem fauk upp.

Lögreglan beinir því til fólks að huga mun betur að lausum munum og þá sérlega því að ganga vel frá trampólinum þegar von sé á vondum veðrum, enda ótækt að dýrmætur tími lögreglunnar fari í að festa niður lausamuni sem hefði mátt vera búið að gera ráðstafanir með.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert