Vegagerðin vill vara vegfarendur um við miklu hvassviðri á Reykjanesbraut og Suðurnesjum.
Að sögn Vegagerðarinnar er búið er að loka veginum um Súðavíkurhlíð. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum, í samráði við Veðurstofu Íslands lýsir yfir viðbúnaði á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Sérstaklega er verið að horfa til ástands snjóalaga á Ísafirði, Bolungarvík og við helstu umferðaræðar (Eyrarhlíð, Óshlíð, Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð) .
Íbúar Bolungarvíkur, Hnífsdals og Súðavíkurhrepps sem ekki eru komnir til síns heima, eru hvattir til að flýta heimför sinni vegna aukinnar hættu á snjóflóðum á vegi. Aðrir íbúar í fjórðungnum eru hvattir til þess að vera ekki á ferðinni innan bæja eftir kl. 17 nema brýna nauðsyn beri til og þá í samráði við lögreglu og Vegagerð.