Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur í samráði við Veðurstofuna lýst yfir viðbúnaði á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Sérstaklega er verið að horfa til ástands snjóalaga á Ísafirði, Bolungarvík og við helstu umferðaræðar: Eyrarhlíð, Óshlíð, Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð .
Eru íbúar Bolungarvíkur, Hnífsdals og Súðavíkurhrepps, sem ekki eru komnir til síns heima, hvattir til að flýta heimför sinni vegna aukinnar hættu á snjóflóðum á vegi. Aðrir íbúar í fjórðungnum eru hvattir til þess að vera ekki á ferðinni nnan bæja eftir kl. 17 nema brýna nauðsyn beri til og þá í samráði við lögreglu og Vegagerð.
Á Vesturlandi er þungfært á vegum, skafrenningur á Fróðárheiði og snjóþekja og éljagangur á Vatnaleið. Snjóþekja og éljagangur
er víða á Snæfellsnesi. Hálka er á Bröttubrekku og snjóþekja á Holtavörðuheiði.
Á Vestfjörðum eru hálkublettir og éljagangur á Klettshálsi og á Barðaströnd. Þungfært er um Dynjandisheiði og Trostansfjörð og því einungis fært stærri jeppum. Hálkublettir eru á Hálfdán og Kleifaheiði. Ófært er um Eyrarfjall og Hrafnseyrarheiði. Snjóþekja er í Ísafjarðardjúp og snjóþekja og stórhríð á Gemlufallsheiði. Á Steingrímsfjarðarheiði er
hálka og skafrenningur og snjóþekja á Ennisháls.
Á Norðurlandi er snjóþekja og skafrenningur á Þverárfjalli. Lágheiði er ófær. Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Hálka og skafrenningur er á Víkurskarði og Hólasandi. Snjóþekja og skafrenningur er á Mývatnsheiði og flughálka er á Mývatnsöræfum. Á öðrum leiðum er hálka eða hálkublettir.