Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á viðvörun frá veðurstofunni vegna slæmrar veðurspár. Varað er við norðan og norðvestan 20-25 m/s á Vestfjörðum síðdegis, suðvestanlands undir kvöld og norðanlands á morgun. Íbúar á þessum svæðum eru hvattir til að huga að lausum munum sem geta fokið.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra varar við því að færð getur spillst með skömmum fyrirvara og beinir því til þeirra sem eru á ferðinni að fylgjast vel með upplýsingum um færð á vegum.