Vill óháða erlenda úttekt

Frá þingi ASÍ sem nú stendur yfir
Frá þingi ASÍ sem nú stendur yfir mbl.is/Golli

Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði, ávarpaði ársfund ASÍ í hádeginu. Hann sagði misráðnar aðgerðir, aðgerðaleysi og ógætilegar athugasemdir hafa gert efnahagsvandann ennþá þungbærari hérlendis en annars staðar. „Ofan á þessi sérstöku vandamál íslendinga bættist hin efnahagslega, ég leyfi mér að segja hryðjuverkaárás bresku stjórnarinnar, sem bitnar á almenningi hér á landi, eins og aðrar slíkar árásir. Við verðum að draga réttan lærdóm af þeirri tilraun sem við höfum nú séð ganga til enda og mistakast,“ sagði Ólafur og vísaði þannig til peningamálastefnu síðustu átta ára.

Fyrsta lærdóminn sagði hann að endurtaka ekki þá tilraun, heldur leita eftir aðild að evrópska myntkerfinu sem allra fyrst, með fyrirheiti um fulla aðild að Evrópusambandinu í kjölfarið.

Óháða úttekt

„Við þurfum að sýna umheiminum fram á það að þeir sem ábyrgð bera axli hana, og að við horfumst í augu við það sem hér hefur gerst, að við þurfum óháða úttekt, helst með aðkomu alþjóðlegra stofnana, til þess að það megi liggja fyrir gagnvart umheiminum og okkur sjálfum hvernig það gat gerst að vestrænt lýðræðisríki, norður-evrópskt iðnríki á meðal þeirra ríkustu í heimi, skyldi rata í þá stöðu sem við erum núna í. Þessar aðgerðir eru nauðsynlegar til þess að við endurheimtum það traust sem okkur ber og sem við stöndum undir,“ sagði Ólafur.

Ólafur Ísleifsson
Ólafur Ísleifsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka