Hellisheiði lokuð

Hellisheiði er lokuð og verður það eitthvað fram eftir morgni. Nokkuð er um
að bílar festust í snjó í gærkvöldi og biður Vegagerðin þá, sem eiga yfirgefna bíla á Hellisheiðinni, um að hafa samband við lögregluna á Selfossi.

Þrengslin eru opin en þar er flughált   og hvassviðri og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega þar.

Þá er búið  að loka veginum um Súðavíkurhlíð við Ísafjarðardjúp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka