Sextíu menn við björgunarstörf

Björgunarsveitarmenn á Suðurnesjum í óveðrinu í gærkvöldi.
Björgunarsveitarmenn á Suðurnesjum í óveðrinu í gærkvöldi. mbl.is/Hilmar Bragi

Veður virðist að mestu hafa gengið niður um miðnætti í nótt. Mikið var hins vegar að gera hjá björgunarsveitarmönnum fyrri hluta nætur samkvæmt upplýsingum Ólafar Snæhólm Baldursdóttir, upplýsinga- og kynningafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Á höfuðborgarsvæðinu voru um sextíu björgunarsveitarmenn að störfum og sinntu þeir sautján hjálparbeiðnum. Stærstu verkefnin voru í Hafnarfirði þar sem bryggja losnaði frá landi og í Kópavogi þar sem togari losnaði frá bryggju og strandaði í innsiglingunni. Enn er unnið að lbjörgunaraðgerðum þar.

Töluvert var einnig um útköll vegna foks á Reykjanesi og hjálparbeiðnir vegna bíla í erfiðleikum á Hellisheiði. Fóru tveir bílar út af veginum á heiðinni í nótt en aðrir festust í snjó.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert