Verslanir Hans Petersen og Íslandspóstur hafa hafið samstarf um framköllunarþjónustu í pósthúsinu að Síðumúla 8, 105 Reykjavík.
Fram kemur í tilkynningu að hægt sé að koma með myndir í framköllun og eins verði á staðnum framköllunarhugbúnaður þar sem viðskiptavinir geta sent myndir beint til Verslana Hans Petersen í framköllun.
Á pósthúsinu verða til sölu vörur tengdar ljósmyndum s.s. rammar, albúm, filmur, rafhlöður og fleira.