Áfram í gæsluvarðhaldi

Lögreglan við amfetaverksmiðjuna í Hafnarfirði
Lögreglan við amfetaverksmiðjuna í Hafnarfirði mbl.is/Júlíus

Tveir karl­ar voru í héraðsdómi í dag úr­sk­urðaðir í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald til 27. nóv­em­ber að kröfu lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. Þeir eru grunaðir um aðild að ætlaðri fram­leiðslu fíkni­efna í Hafnar­f­irði. Menn­irn­ir, sem eru á þrítugs- og fer­tugs­aldri, hafa áður komið við sögu hjá lög­reglu, m.a. vegna fíkni­efna­mála. Þeir hafa kært úr­sk­urðinn til Hæsta­rétt­ar.

Menn­irn­ir sem um ræðir, Jón­as Ingi Ragn­ars­son og Tind­ur Jóns­son, voru báðir á reynslu­lausn eft­ir að hafa setið í fang­elsi fyr­ir al­var­lega glæpi þegar þeir voru hand­tekn­ir í tengsl­um við am­feta­mín­verk­smiðjuna í Hafnar­f­irði.

Jón­as Ingi var dæmd­ur í tveggja og hálfs árs fang­elsi árið 2005 fyr­ir aðild sína að hinu svo­kallaða lík­fund­ar­máli en Tind­ur Jóns­son var vorið 2006 dæmd­ur í sex ára fang­elsi fyr­ir til­raun til mann­dráps með sveðju og fjór­ar aðrar lík­ams­árás­ir. Fyr­ir dóms­upp­kvaðningu hafði Tind­ur setið í gæslu­v­arðhaldi í sex mánuði.

Í iðnaðar­hús­næðinu, þar sem verk­smiðjan var til húsa, var lagt hald á háþróaðan tækja­búnað sem nota má til fíkni­efna­fram­leiðslu. Þar fannst einnig efni á fram­leiðslu­stigi, 20 kg af hassi og efni sem talið er vera full­unnið am­feta­mín eða metam­feta­mín.

Ljóst þykir að fram­leiðslu­geta verk­smiðjunn­ar hafi verið afar mik­il. Skömmu áður en menn­irn­ir voru hand­tekn­ir höfðu þeir flutt til lands­ins eitt tonn af mjólk­ur­sykri sem er notaður sem íblönd­un­ar­efni. Lög­regl­an tel­ur að fram­leiðslan hafi ekki verið lengi í gangi áður en hún lét til skar­ar skríða í síðasta mánuði.

 
 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert