Hlegið að óhamingju Íslendinga

Íslenskir krakkar fylgjast með umræðum á Alþingi.
Íslenskir krakkar fylgjast með umræðum á Alþingi. mbl.is/ÞÖK

„Það kveiktu allir strax á brandaranum, og það var talsverð upplifun að finna að virkilega væri hlegið að okkur alls staðar,“ segir Sylvía Ingibergsdóttir geðhjúkrunarfræðingur sem ásamt íslenskum kollega sínum sótti ráðstefnu evrópskra geðhjúkrunarfræðinga sem haldin var á Möltu á dögunum.

Ráðstefnuna sóttu 350 geðhjúkrunarfræðingar frá 35 löndum og ávarpaði framkvæmdastjóri geðheilbrigðissviðs Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, dr. Matt Muijem, samkunduna. „Hann fjallaði um heilbrigði í ýmsum löndum og í erindi sínu hæddi hann Íslendinga með því að segja að Íslendingar hefðu verið hamingjusamasta þjóð í heimi þar til nýverið. Nú væru þeir óhamingjusamastir,“ segir Sylvía. „Svo hló hann og það versta var að öll ráðstefnan tók undir.“

Hún segir þetta ekki hafa verið einu uppákomuna af þessum toga á ráðstefnunni. „Við hittum t.d. norskan hjúkrunarfræðing og þegar við sögðum henni að við værum frá Íslandi hló hún og sagði: Já, fátæka fólkið!“

Að sögn Sylvíu var skilningsleysið á ástandinu algert. „Fólk frá hinum Norðurlöndunum virtist horfa til þess hvernig útrásarmenn hafa hagað sér og vissu af einhverjum viðbrögðum íslenskra stjórnvalda en það gerði sér enga grein fyrir þeim harmleik sem er hér í gangi og snertir á einhvern hátt allar fjölskyldur á Íslandi. Upplifunin var eiginlega sú að heil þjóð hafi tapað mannorði sínu vegna þess sem gerst hefur í efnahagsmálum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka