Líklega skotin rétt fyrir helgina

Hreindýr á ferli.
Hreindýr á ferli. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Tvær skotnar hreinkýr fundust dauðar við Krossanes, rétt sunnan við Hvalnesskriður, á sunnudag. Báðar höfðu verið skotnar í bóginn. Maður sem var að skyggnast eftir fé á þessum slóðum varð var við hræin og tilkynnti um þau til lögreglu.

Lögreglan á Höfn telur af verksummerkjum að dæma að dýrin hafi verið skotin um helgina, líklega á föstudag eða laugardag. Ekkert virtist hafa verið átt við dýrin eða reynt að gera að þeim eftir að þau voru felld. Vargur var aðeins farinn að kroppa í hræin.

Lögreglan á Höfn biður alla sem hafa einhverjar upplýsingar um þetta mál að hafa samband í síma 470 6145.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka