„Bjarni móðgar framsóknarmenn"

Magnús Stefánsson.
Magnús Stefánsson. mbl.is/Jim Smart

Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að Bjarni Harðarson, sem sagði af sér þingmennsku fyrir flokkinn í síðustu viku, geri sig sekan um grófa móðgun í garð framsóknarmanna á heimasíðu sinni en þar segist Bjarni líta á sig og Guðna Ágústsson sem einu sönnu framsóknarmenn þjóðarinnar.

„Sú fullyrðing er gróf móðgun við mig og marga aðra framsóknarmenn, margir þeirra hafa litið á sig sem meiri framsóknarmenn en Bjarna Harðarson. Svona sperrileggsháttur sem Bjarni vinur minn sýnir af sér á sér ekki stoð í raunveruleikanum.  Ég veit að margir flokksmenn í Framsóknarflokknum telja sig meiri framsóknarmenn en Bjarna Harðarson.  Ég er í þeim hópi," segir Magnús á heimasíðu sinni.

„Bjarni, minn góði vinur, farðu nú ekki fram úr sjálfum þér núna, nóg er komið af slíku," bætir Magnús við.

Heimasíða Magnúsar

Heimasíða Bjarna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert