Microsoft tekur stöðu með krónunni

Microsoft Íslandi hefur náð samkomulagi við höfuðstöðvar Microsoft um að viðskipti íslenskra fyrirtækja og almennings við Microsoft miðist við að gengi evrunnar sé 120 krónur. Gengið er nú skráð um 176 krónur hjá Seðlabankanum.

Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi, segir að allt að þrjú þúsund viðskiptavinir fyrirtækisins séu með bundna samninga við það. „Það hafa ávallt verið vandræði með það að gengið hefur sveiflast til og frá og því hefur verið erfitt fyrir samstarfsaðila okkar að gera áreiðanlegar áætlanir. Þess vegna var fyrir nokkru komin upp umræða um það að festa gengið til að skapa stöðugleika. Og nú viljum við gera það, þannig að viðskiptavinir okkar og samstarfsaðilar geti átt viðskipti án þess að hafa áhyggjur af gengissveiflum. Við festum gengið við 120 krónur fyrir hverja evru, en við trúum því að það sé ekki langt frá því jafnvægi sem krónan ætti að geta náð í framtíðinni og við tökum því stöðu með krónunni á því gengi.“

Trú á íslenskt efnahagslíf

„Microsoft Íslandi hefur trú á íslensku efnahagslífi til lengri tíma, þótt við stöndum frammi fyrir erfiðleikum næstu vikur og mánuði,“ segir Halldór. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert