Tjái mig ekki um einstök efnisatriði

„Það er bjarg­föst afstaða mín á þessu stigi að tjá mig ekki um ein­stök efn­is­atriði eða frá­sögn í þess­ari bók. Það verður hver og einn að dæma fyr­ir sig á grund­velli þeirra heim­ilda sem Guðjón Friðriks­son reiðir fram og þeirra öguðu vinnu­bragða og þess fræðilega mann­orðs sem hann hef­ur að verja,“ seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, um ný­út­komna bók Guðjóns Friðriks­son­ar, Saga af for­seta, þar sem fjallað er um for­setatíð Ólafs Ragn­ars. Bók­in hef­ur vakið mikla at­hygli vegna lýs­inga á sam­skipt­um Davíðs Odds­son­ar, þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, og for­set­ans, en for­set­inn vill ekki tjá sig um þær lýs­ing­ar, frem­ur en aðrar frá­sagn­ir Guðjóns.

Um hlut­verk sitt við samn­ingu bók­ar­inn­ar seg­ir for­set­inn: „Ég féllst á að veita Guðjóni aðgang að bréfa­bók­um for­seta­embætt­is­ins, ræða við hann og svara spurn­ing­um hans á heiðarleg­an og op­inn hátt en jafn­framt tók ég það skýrt fram að þetta væri hans bók en ekki mín og að ég virti al­gjör­lega fræðilegt sjálf­stæði hans. Ég sagði hon­um að það væri ekki víst að ég svaraði öll­um spurn­ing­um hans vegna þess að ég teldi að sam­töl mín við ýmsa ráðamenn og aðra væru enn bund­in trúnaði. Á síðari stig­um samþykkti ég að veita mynd­rit­stjóra bók­ar­inn­ar aðgang að mynda­safni mínu og for­seta­embætt­is­ins. Að öðru leyti er verkið eðli máls­ins sam­kvæmt rit­verk Guðjóns og sýn hans á mig, for­seta­embættið, sam­tím­ann og at­b­urðarás­ina. Þetta er ekki ævi­saga mín. Ef hún verður ein­hvern tíma skrifuð eða ég skrifa hana sjálf­ur þá verður í henni tölu­vert öðru­vísi efni og ann­ars kon­ar nálg­un.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert