Hópur rússneskra auðkýfinga er nú á landinu í skemmtiferð og fóru þeir meðal annars í dagsferð á Þingvelli í gær þar sem þeir áðu á Hótel Valhöll í hádegismat. Um er að ræða einhverja tugi manna en þeir gista í miðborg Reykjavíkur yfir helgina.
Orðrómur hefur verið á kreiki um að Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, muni heiðra samkomuna en ekki hefur fengið staðfest hvort hann sé kominn til landsins eða sé yfir höfuð væntanlegur.