Morgunleikfimin lögð af til að spara

Halldóra Björnsdóttir.
Halldóra Björnsdóttir.

Um áramótin verður Morgunleikfimi Rásar eitt tekin af dagskrá í sparnaðarskyni. Dagskrárstjóri tilkynnti Halldóru Björnsdóttur þetta í lok síðustu viku, en hún hefur verið umsjónarmaður þáttarins síðan 1987. Hann er líklega einn elsti þáttur RÚV, enda búinn að vera samfleytt á dagskrá síðan 1957.

„Þetta kom mér mjög á óvart Ástæðan er sú að RÚV þarf að spara og skera niður,“ segir Halldóra. Hún segir sorglegt að skera þurfi með þessum hætti niður þjónustu, ekki síst við eldra fólk sem margt hafi stundað sína einu hreyfingu með Morgunleikfiminni í útvarpinu. Líka vegna sögulegs gildis þáttarins, sem hafi verið frumkvöðlastarf í lýðheilsu. „Ætli sparnaðurinn yfir árið sé ekki hálf mánaðarlaun stjórnanda hjá útvarpinu eða kannski rúmlega það,“ segir Halldóra.

Páll Magnússon útvarpsstjóri segir að endurgerð rekstraráætlun fyrir þetta rekstrarár verði tilbúin í vikunni. Hana þurfi vegna breyttra forsendna í rekstri. Ekki sé tímabært fyrr en þá að fara yfir hvaða breytingar þetta feli í sér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert