Hafsjór af sögulegum upplýsingum

Vef­ur­inn tima­rit.is fær veg­lega and­lits­lyft­ingu á morg­un, 1. des­em­ber, út­lit og viðmót verður upp­fært, auk þess sem aðgengi að blöðum og tíma­rit­um verður aukið um­tals­vert. Meðal ann­ars hafa verið gerðir nýir samn­ing­ar við Morg­un­blaðið og Frétta­blaðið og munu nú all­ir ár­gang­ar þess­ara blaða verða aðgengi­leg­ir á vefn­um utan þriggja síðustu ár­ganga Morg­un­blaðsins.

Að sögn Áka G. Karls­son­ar, vef­stjóra Lands­bóka­safns – Há­skóla­bók­safns, er stærsta breyt­ing­in sú að hér eft­ir verður allt efni í pdf-formi en það for­rit fylg­ir öll­um nýj­um tölv­um í dag og því þarf ekki að setja það upp sér­stak­lega eins og fyrra for­ritið, DjVu. „Önnur helsta breyt­ing­in er sú að nú verður hægt að leita í öll­um blöðum sem vef­ur­inn hef­ur að geyma í einu en hingað til hef­ur leit­in verið bund­in við ákveðna titla. Í þessu felst mikið hagræði fyr­ir not­end­ur,“ seg­ir Áki en nýja for­ritið merk­ir við viðkom­andi leit­ar­orð í text­an­um. Áður þurfti að fara yfir text­ann í heild sinni til að finna orðið.

Að sögn Áka er eini fyr­ir­var­inn sá að ljós­lest­ur­inn á efn­inu, einkum því elsta, er ekki full­kom­inn.

Enn önn­ur breyt­ing verður viðbót hágæðaút­gáfna af tíma­rit­un­um. Um er að ræða mynd­ir í mun hærri gæðum en áður hafa verið í boði sem í senn ger­ir það mun auðveld­ara að lesa smátt let­ur og það sem hef­ur dofnað með ár­un­um og ger­ir út­prent­an­ir mun eðli­legri, að sögn Krist­ins Sig­urðsson­ar, fag­stjóra upp­lýs­inga­tækni­hóps Lands­bóka­safns Íslands – Há­skóla­bóka­safns.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert