Ráðist inn í Seðlabankann

Engu munaði að til harðra átaka kæmi milli eitthundrað mótmælenda og lögreglu í Seðlabankanum í dag. Réttlæti ekki ofbeldi, hrópaði unga fólkið sem hafði rutt sér leið inn í aðalandyri Seðlabankans og krafðist þess að Davíð Oddsson kæmi þaðan út.

Rauðri málningu var slett í andyrið og eggjum kastað. Lögreglan var í viðbragðstöðu og varnaði því að fólkið gæti rutt sér braut lengra inn í bankann en ekki kom til beinna ryskinga þar sem mótmælendur yfirgáfu bankann friðsamlega eftir að hafa samið við lögreglu um að hún hörfaði fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka