Söfnun í Vesturheimi til styrktar Íslendingum

AP

Þjóðræknisfélag Íslendinga í Norður-Ameríku, The Icelandic National League of North America (INL of NA), hefur brugðist við fjárhagskreppunni á Íslandi og hrundið af stað söfnun til styrktar Íslendingum.

Gerri McDonald, forseti INL, hefur sent félagsmönnum bréf þar sem hún útskýrir vandann sem Íslendingar standa nú frammi fyrir. Hún bendir á að samfara því að margir Íslendingar hafi orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni hafi beiðnum um aðstoð hjálparstofnana fjölgað til muna. Hins vegar hafi þær líka orðið fyrir barðinu á kreppunni og nú sé tími fyrir fólk af íslenskum ættum í Norður-Ameríku og aðra vini Íslands til að rétta fram hjálparhönd.

Forsetinn leggur áherslu á að vandamálið verði ekki leyst á einni hóttu og ástandið muni ríkja um hríð. Í fyrstu sé hugmynd INL að safna peningum til handa íslenskum góðgerðarstofnunum, sem útdeili mat, fötum og gjöfum, svo þær geti létt undir með einstaklingum og fjölskyldum fyrir jólin. Eftir áramótin verði síðan kynnt nýtt átak.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka