Torgið, nýtt viðskiptasetur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, var opnað í Austurstræti í gær. Þrettán sprotafyrirtæki hafa komið sér fyrir á Torginu og eru viðskiptahugmyndirnar fjölbreyttar, allt frá hugbúnaðarþróun fyrir gsm-síma til vöruhönnunar.
Torgið er samstarfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja og Landsbankans, sem leggur Torginu til húsnæði í Austurstræti 16.
Á Torginu fá einstaklingar skrifstofuaðstöðu og stuðning sérfræðinga Nýsköpunarmiðstöðvar til að vinna að viðskiptahugmyndum.