Fálki á staur

Fálkinn lét fara vel um sig á ljósastaurnum.
Fálkinn lét fara vel um sig á ljósastaurnum. mynd/Hafþór Hreiðarsson

Hann lét umferð og forvitna vegfarendur ekki slá sig út af laginu fálkinn sem sat sem fastast á ljósastaur við Marabraut á Húsavík í dag. Hann var saddur vargurinn eftir að hafa drepið önd við Búðarárgilið og gætt sér á henni.
 
Í héraðsfréttablaðinu Skarpi sem kom út nú síðdegis segir að Fálkinn hafi slegið öndina niður við húsið Snæland sem er í miðbæ Húsavíkur. Henni tókst að sleppa helsærðri eitt andartak. Fálkinn gerði aðra atlögu að öndinni og drap hana. Síðan flaug hann með hana niður í Búðarárgilið og settist þar að veisluborði og lét ekkert trufla sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert