Lögreglumaður sakfelldur fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í dag lögreglumann fyrir líkamsárás og dæmdi hann til að greiða 120.000 krónur í sekt til ríkissjóðs. Þá var maðurinn dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 60.000 krónur í miskabætur.

Árásin átti sér stað í verslun 10-11 í Grímsbæ í vor. Lögreglumaðurinn var ásamt öðrum kallaður til vegna meints þjófnaðar. Eftir nokkur orðaskipti greip lögreglumaðurinn um háls mannsins og upphófust átök áður en maðurinn var handtekinn.

Myndbandsupptaka úr versluninni sýndi aðdragandann og átökin. Áður en átökin hófust uppnefndi sá er ráðist var á, lögreglumenn og spurði m.a. lögreglumanninn hvort hann væri „fokking þroskaheftur“.

Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um að hafa ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku og leit á manninum. Hins vegar var hann sakfelldur fyrir líkamsárás. Í dómsorði segir; „Atlaga ákærða að manninum var því hvorki tengd leitinni á honum né heldur hefur verið sýnt fram á að með henni hafi ákærði ætlað að handtaka hann.  Hér var um að ræða líkamsárás.“

Dómur héraðsdóms

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka