Fyrirburi gefur vökudeild Hringsins gjöf

: Gunnar Helgi með foreldrum sínum, Friðriku H. Geirsdóttur og …
: Gunnar Helgi með foreldrum sínum, Friðriku H. Geirsdóttur og Stefáni H. Hilmarssyni, ásamt nokkrum starfsmanna vökudeildarinnar.

Vökudeild Barnaspítala Hringsins fékk nýlega gjöf frá Gunnari Helga Stefánssyni og fjölskyldu hans. Um er að ræða 900.000 krónur sem hann vann í Happdrætti Háskóla Íslands og ákvað fjölskyldan að láta féð renna til tækjakaupa fyrir vökudeildina.

Í fréttatilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að ætlunin er að gjafaféð verði notað til kaupa á blóðgasa- og sýrustigsmæli sem einkum mun nýtast við sjúkraflutning á nýburum. Slíkur mælir eykur til muna öryggi barna við sjúkraflutninga.

Gunnar Helgi, sem nú er tveggja ára að aldri, var aðeins 3 merkur við fæðingu og dvaldi hann fyrstu 4 mánuði ævinnar á vökudeildinni. Þrátt fyrir að hafa verið veikburða við fæðingu er hann kröftugur drengur í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka