Fleiri halda úr landi

Reuters

Alls fengu 278 manns útgefið E-303-vottorð til útlanda frá Vinnumálastofnun árið 2008, u.þ.b. fjórum sinnum fleiri en árið áður. E-303-vottorð gerir fólki kleift að halda atvinnuleysisbótum sínum í allt að þrjá mánuði meðan leitað er að vinnu í öðru EES-landi. Bæturnar eru greiddar í því landi þar sem leitað er að vinnu. Útgáfa E-303-vottorða jókst jafnt og þétt árið 2008 en mest var gefið út í desember eða 148. Í desember 2007 var aðeins eitt vottorð gefið út.

Þá varð rúmlega 90% fjölgun á útgefnum E-301-vottorðum milli áranna 2007 og 2008. E-301-vottorðin staðfesta að fólk, sem ætlar í atvinnuleit í EES-landi, hafi verið atvinnuleysistryggt á Íslandi. Alls sóttu 2.318 um vottorðið í fyrra en 1.208 árið áður. Á árunum 2000-2006 voru útgefin vottorð að meðaltali rúmlega 450 á ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert