Lögregla beitti kylfum

Lögreglumenn utan við Alþingishúsið.
Lögreglumenn utan við Alþingishúsið. mbl.is/Golli

Mótmælendur eru nú á ný komnir fyrir framan Alþingishúsið og er nokkuð heitt í kolunum þar. Hafa nokkrir mótmælendur lent í útistöðum við lögreglumenn framan við húsið og beitti lögreglan kylfum. Mótmælendur hrópa slagorð og berja í bumbur. Er áætlað að um 300 manns séu á Austurvelli.

Tveir menn úr röðum mótmælenda veittust að lögreglumönnum, sem handtóku annan þeirra og reyndi hópur manna þá að frelsa hinn handtekna. Við það brutust út átök.

Mótmælendurnir færðu sig um set á áttunda tímanum og gengu frá Alþingishúsinu að Þjóðleikhúsinu þar sem Samfylkingarfélag Reykjavíkur hélt fund í Þjóðleikhúskjallaranum. Þegar leið á tólfta tímann hélt hópurinn á ný niður á Austurvöll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka