Ríkisstjórnin missti traust

„Ríkisstjórnin missti raunverulegt pólitísk umboð sitt í byrjun nóvember. Hún tók ekki mark á því. Ríkisstjórninni hefur mistekist að endurheimta traust almennings,“ sagði Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, á fjölmennum fundi í Þjóðleikhúskjallaranum.  Mörður sagði Sjálfstæðisflokkinn bera megin ábyrgðina á óheftri frjálshyggju. Sagði hann Samfylkinguna eiga að beita sér fyrir kosningum sem fyrst. Hún eigi að hætta að bíða eftir því að aðrir flokkar fundi.  Mynda á þingmeirihluta með öðrum flokkum sé það eina leiðin til þess að koma á kosningum sem fyrst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka