Það verður að boða til kosninga nú þegar. Þetta eru skilaboð nær allra þeirra sem tekið hafa til máls á opnum fundi Samfylkingarinnar í Þjóðleikhúskjallaranum. „Stjórnarslit fyrir helgi!“
Einn fundargesta ítrekaði að það væri hins vegar ekki nóg að boða til kosninga í vor ef núverandi seðlabankastjóri situr áfram í skjóli Samfylkingarinnar, sem og ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og stjórnendur Fjármálaeftirlitsins. Trú fólks á Samfylkingunni verði ekki endurheimt með því að viðhalda valdakerfi Sjálfstæðisflokksins.