Það eru ekki bara ráðherrar ríkisstjórnarinar sem eru rúnir trausti, heldur líka þingflokkur Samfylkingarinnar. Þetta var afstaða eins fundargesta á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, sem fer nú fram í Þjóðleikhúskjallaranum.
Sagði viðkomandi að flokkurinn þyrfti að fara í tiltekt innan flokksins áður en komi að kosningum. Bað hann núverandi þingmenn flokksins um að stíga til hliðar og gefa nýju fólki tækifæri til þess að koma til starfa. Þessi tillaga uppskar dynjandi lófatak.