Á þriðja hundrað á Austurvelli

Mótmælendur létu vel í sér heyra í kvöld.
Mótmælendur létu vel í sér heyra í kvöld. mbl/Golli

Raddir fólksins hvetja mótmælendur til að gera hlé á mótmælum eftir klukkan 20 á föstudags- og laugardagskvöld. Nú eru á þriðja hundrað manns í friðsamlegum mótmælum á Austurvelli.

Fólk lætur vel í sér heyra með því að slá taktinn og hrópa vígorð. Lögreglumenn standa vörð við Alþingishúsið.

Ljóst er að áfengi og mótmæli eiga ekki saman og mikilvægt er að ábyrgir og friðsamir mótmælendur séu ekki bendlaðir við ofbeldisverk, segir í tilkynningu Radda fólksins.
„Við höfum unnið áfangasigur í baráttu við siðlaus og óbilgjörn stjórnvöld. Ríkisstjórnin situr þó enn þrátt fyrir að innan við fjórðungur landsmanna styðji hana - einræði aulanna er staðreynd. Verkefni morgundagsins er því að auka slagkraft mótmælanna um land allt. Fyllum Austurvöll næstkomandi laugardag kl. 15“, segir í tilkynningu frá forsvarmönnum Radda fólksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert