Fjallað um mótmælin víða

Fjölmargir erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um mótmælin á Íslandi undanfarna daga. Bæði AP fréttastofan og Reuters hafa birt fréttir um að lögregla hafi beitt táragasi gegn mótmælendum í nótt og að tveir lögregluþjónar hafi þurft að leita læknisaðstoðar eftir að grjóti hafi verið kastað í þá.

AP fréttastofan hefur eftir Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra í Reykjavík að um tvö þúsund mótmælendur hafi komið saman við Alþingishúsið í gærkvöldi. Þeir hafi skotið upp flugeldum, kastað klósettpappír og skóm auk annarra hluta. Hann segir að lögregla hafi reynt að dreifa mannfjöldanum með því sprauta piparúða en endað með því að nota táragas í nótt. Enginn var handtekinn í mótmælunum en mjög hafði fækkað í hópi mótmælenda þegar leið á nóttina.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka