Mótmælum við Stjórnarráðið lauk um klukkan þrjú í nótt, að sögn blaðamanns mbl.is sem var á staðnum. Þá voru eingöngu tuttugu til þrjátíu mótmælendur og áhorfendur eftir. Fyrr um nóttina voru þar 200-300 manns.
Starfsmenn borgarinnar komu og þrifu upp eftir bálkestina sem komið hafði verið upp en lögreglan hafði alltaf slökkt jafnóðum í.