Segja vísvitandi sprautað piparúða á fréttamenn

Frá mótmælum á þriðjudag
Frá mótmælum á þriðjudag mbl.is/Júlíus

Blaðamannafélag Íslands lýsir undrun á því hversu margir fréttaljósmyndarar og tökumenn urðu fyrir piparúða við aðgerðir lögreglunnar í Alþingisgarðinum þann 20. janúar. Margar myndir af vettvangi sem og fjöldi þeirra sem varð fyrir úðanum bendir til þess að lögreglan hafi vísvitandi gripið til aðgerða gagnvart þessum hópi sem var einungis að sinna sínum störfum. Þetta kemur fram í ályktun frá Blaðamannafélagi Íslands.

„Félagið harmar ef þetta er til vitnis um nýja stefnu lögreglunnar gagnvart fjölmiðlum og furðar sig jafnframt á því ef þetta er það sem koma skal. Blaðamannafélag Íslands fer fram á að þetta verði rannsakað sérstaklega og vill gera sitt til að leggja fram myndir og myndskeið til vitnis um hvað gerðist.

Félagið telur að það hljóti að vera bæði hagur mótmælenda sem og lögreglu að sem réttust mynd sé gefin í fjölmiðlum af þeim atburðum sem urðu í Alþingisgarðinum að því gefnu að allir séu að reyna að sinna sínu starfi sem best við oft mjög erfiðar aðstæður."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka