Táragasi beitt á Austurvelli

Gasmökkinn lagði yfir Austurvöll.
Gasmökkinn lagði yfir Austurvöll. mbl.is/Júlíus

Tára­gasi var skotið á mót­mæl­end­ur á Aust­ur­velli nú um klukk­an hálf eitt en það mun vera í fyrsta skipti frá ár­inu 1949 sem slíku gasi er beitt hér á landi. Hvít­an reyk lagði yfir Aust­ur­völl þegar gas­hylkj­un­um var skotið flúðu mót­mæl­end­ur af svæðinu en lög­reglu­menn voru all­ir bún­ir gasgrím­um.

Þegar gasreyk­ur­inn dreifðist fór fólk á ný inn á Aust­ur­völl og hóf að grýta múr­stein­um og öðru laus­legu í lög­reglu­menn. Lög­regl­an skaut þá tára­g­as­hylkj­um að nýju að fólk­inu sem flúði af hólmi. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is eru tveir lög­reglu­menn al­var­lega slasaðir eft­ir að gang­stétt­ar­hell­um var kastað í  þá.

Nokk­ur hundruð manna söfnuðust sam­an á Aust­ur­velli und­ir miðnættið í kvöld og fljót­lega brut­ust út átök milli mót­mæl­enda og lög­reglu. Lög­reglu­menn beittu kylf­um og síðan piparúða til að dreifa fólk­inu en greip síðan til tára­gass eft­ir að hafa varað mann­fjöld­ann við gegn­um gjall­ar­horn. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um mbl.is var skotið um tíu gassprengj­um að mót­mæl­end­um. 

Fólk hef­ur nú safn­ast sam­an fram­an við Stjórn­ar­ráðið. Að sögn blaðamanns mbl.is eru þar nú milli 2-300 manns og láta ófriðlega. Var m.a. rauðri máln­ingu úðað á húsið og um­ferðar­skilti fyr­ir fram­an brotið niður. Lög­regl­an fylg­ist grannt með. Þá er einnig nokk­ur hóp­ur fram­an við þing­húsið og þar stend­ur lög­regl­an vörð í tvö­faldri röð.

Lögreglumenn með gasgrímur og táragasbyssur á Austurvelli.
Lög­reglu­menn með gasgrím­ur og tára­g­asbyss­ur á Aust­ur­velli. mbl.is/​Golli
Hvítan gasreyk lagði yfir Austurvöll.
Hvít­an gasreyk lagði yfir Aust­ur­völl. mbl.is/​Júlí­us
Mannfjöldinn lagði á flótta undan táragasinu.
Mann­fjöld­inn lagði á flótta und­an tára­gasinu. mbl.is/​Golli
Lögreglan beitti piparúða gegn mótmælendum fyrr í kvöld en síðan …
Lög­regl­an beitti piparúða gegn mót­mæl­end­um fyrr í kvöld en síðan tára­gasi til að dreifa mann­fjöld­an­um. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert