Meirihluti vill ekki aðild að ESB

Reuters

59,8 prósent vilja ekki að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Í nóvember á síðasta ári sögðust 59,6 prósent vera fylgjandi umsókn um aðild.

Á landsbyggðinni er andstaðan við aðildarumsókn 68,5 prósent en 53,2 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu.

Mest er andstaðan við aðild meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks, Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna. 75  prósent sjálfstæðismanna, 83,3 prósent frjálslyndra og 71,1 prósent Vinstri grænna styðja ekki umsókn í ESB. Meðal framsóknarfólks og þeirra sem ekki gefa upp stuðning við flokk er munurinn minni, þar sem tæplega 60 prósent styðja ekki umsókn. Meirihluti samfylkingarfólks, 73,1 prósent, styður aðildarumsókn í ESB.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert