REI-menn bera vitni

mbl.is

Fyrr­ver­andi stjórn­end­ur og stjórn­ar­menn Reykja­vík Energy In­vest (REI) og for­stjóri Geys­is Green Energy (GGE) eru meðal þeirra sem eru á lista yfir vitni í dóms­máli Hafn­ar­fjarðar gegn Orku­veitu Reykja­vík­ur (OR) sem verður tekið fyr­ir í héraðsdómi Reykja­vík­ur í dag.

Á meðal þeirra sem eru á list­an­um eru Bjarni Ármanns­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður REI, Björn Ingi Hrafns­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­maður í REI, Vil­hjálm­ur Vil­hjálms­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, Hauk­ur Leós­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður OR og stjórn­ar­maður í REI, Guðmund­ur Þórodds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri REI og OR, og Ásgeir Mar­geirs­son, for­stjóri GGE.

Auk þeirra eru fjöl­marg­ir borg­ar­full­trú­ar í Reykja­vík, Hafnar­f­irði og full­trú­ar annarra eig­enda í Hita­veitu Suður­nesja (HS) á list­an­um. Þess­ir ein­stak­ling­ar eru boðaðir til að gefa skýrslu fyr­ir dómi til að varpa ljósi á ferli sem byrjaði með sölu á hlut rík­is­ins í HS og endaði með REI-mál­inu svo­kallaða sem litaði borg­ar­mál­in í Reykja­vík um margra mánaða skeið. Ef list­inn verður samþykkt­ur er því lík­legt að fram komi upp­lýs­ing­ar við aðalmeðferð máls­ins sem aldrei hafa komið fram op­in­ber­lega áður. Samn­ingsviðræður um loka­út­gáfu af list­an­um standa þó enn yfir.

Dóms­málið sem nú er til meðferðar snýst um að Hafn­ar­fjörður vill knýja OR til að virða sam­komu­lag um að kaupa hlut bæj­ar­ins, 15,4 pró­sent, í HS á geng­inu 7,0. Við síðasta verðmat var virði hlut­ar­ins verðmetið 4,7 og er lík­lega lægra í nú­ver­andi ár­ferði. OR tel­ur sig ekki þurfa að efna sam­komu­lagið vegna þess að Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur meinað henni að eiga meira en 16 pró­sent í upp­skiptri HS, en fyr­ir­tækið á þegar 15,4 pró­sent.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert