Álversáform enn í gildi

Kolbrún Halldórsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir. Steinar Hugi

Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra sagði í gær að öll áform um álver á Bakka lægju niðri. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagði hins vegar í frétt Stöðvar tvö í fyrradag að áform um álver á Bakka stæðu enda væri viljayfirlýsing fyrri ríkisstjórnar um álver á Bakka í gildi fram á haust. Á það bendir einnig Bergur Elís Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings. „Ég lít nú á þetta sem hálfgerð byrjendamistök af hennar hálfu,“ segir hann um ummæli umhverfisráðherra. „Menn eru að vinna að þessu hörðum höndum. Hér er verið að verja fé í umhverfismat og orkurannsóknir og þetta hefur gengið með ágætum.“ Hann áætlar að um sex milljörðum króna hafi þegar verið eytt í undirbúning, orkurannsóknir og annað sem tengist málinu.

Umhverfisráðherra fullyrðir hins vegar að Alcoa hafi sett málið í biðstöðu. En er ekki viljayfirlýsingin sem fyrri ríkisstjórn undirritaði í fullu gildi ennþá? „Ekki meira en svo að Landsvirkjun og Þeistareykir ehf. hafa fengið heimild frá Alcoa til að leita sér að öðrum kaupendum fyrir orkuna. Þannig að nú þegar er búið að fara á svig við þessa viljayfirlýsingu því að Alcoa er ekki að pæla í að byggja neitt álver á næstunni,“ svarar Kolbrún, en svarar því játandi að viljayfirlýsingin renni ekki út fyrr en í haust. Það sé því ólíklegt að málið komi til kasta núverandi ríkisstjórnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert