Hittu ekki seðlabankastjórana

Kristinn Unnarsson húsvörður hafði í nógu að snúast að fylgja starfsmönnum inn í Seðlabankann í morgun en þeir voru að mæta til vinnu við fremur óvanalegar aðstæður.  Hópur fólks hittist til að mótmæla við Seðlabankann í morgun, og krafðist þess að seðlabankastjórarnir víki.  Barið er á trommur og látið glamra í búsáhöldum. Kristinn sagðist ekki hafa neina skoðun á samkomunni fyrir utan bankann. Hann skildi þetta þó að sumu leyti en ekki öllu.  Starfsmenn sem voru að mæta til vinnu við þessar óvanalegu aðstæður voru flestir þögulir. Guðjón Jensson úr hópi mótmælenda sagðist ekki hafa orðið var við Davíð Oddsson í morgun. Einhverra hluta vegna hefði hann ekki treyst sér. Hann þurfi þó að átta sig á því að þjóðfélagið hafi breyst frá því hann var forsætisráðherra. Sjá MBL sjónvarp.

  
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert