Búddahof í Hádegismóa

Tölvugerð mynd af væntanlegu búddahofi við Hádegismóa.
Tölvugerð mynd af væntanlegu búddahofi við Hádegismóa.

Borg­ar­ráð samþykkti á fundi sín­um í morg­un að út­hluta lóð til taí­lenska fé­lags­ins, Thai Temple in Ice­land Foundati­on, und­ir Búdda­hof. Lóðin er nr. 12 við Há­deg­is­móa og er út­hlutað bygg­ing­ar­rétti fyr­ir hofið og tengd­ar bygg­ing­ar u.þ.b. 4.235 fm.

Sam­kvæmt teikn­ing­um eru bygg­ing­arn­ar þrjár, sem fyr­ir­hugað er að reisa, alls um 600 fer­metr­ar, að sögn Víf­ils Magnús­son­ar arki­tekts, sem teiknaði hofið. Þær eru fé­lags­heim­ili, hofið sjálft og svo­kölluð stúpa.

Samþykkt var að eng­in gatna­gerðar­gjöld skuli greidd af búdda­hof­inu eða öðrum bygg­ing­um á lóðinni, sem þjóna söfnuði búdd­ista á Íslandi og eru í sam­ræmi við gild­andi deili­skipu­lag. Önnur gjöld vegna lóðar­inn­ar og mann­virkja á henni skulu greidd sam­kvæmt gjald­skrá á hverj­um tíma.

Leigu­samn­ing­ur verður gerður um lóðina þegar lokið hef­ur verið við að steypa sökkla og plötu und­ir Búdda­hofið. Leigu­tím­inn er 50 ár og fram­leng­ist sjálf­krafa um önn­ur 50 ár, nema Reykja­vík­ur­borg hafi með árs fyr­ir­vara til­kynnt lóðar­hafa að ekki komi til fram­leng­ing­ar lóðarleigu­samn­ings­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka