Einn handtekinn

Kannabisplöntur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Kannabisplöntur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mbl.is/Kristinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvær kannabisræktanir í gær. Þá fyrri í Laugardalshverfinu síðdegis í gær þar sem fundust fimmtán kannabisplöntur og aðra í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þar fundust allnokkrar plöntur.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Laugardalshverfinu síðdegis í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 15 kannabisplöntur. Í framhaldinu var framkvæmd húsleit á öðrum stað á höfuðborgarsvæðinu og þar fundust ætluð fíkniefni. Karl á fertugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknar málsins.

Í gærkvöldi var svo stöðvuð kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust allnokkrar kannabisplöntur. Einnig var lagt hald á gróðurhúsalampa. 

Í frétt lögreglunnar kemur fram að þessar aðgerðir hafi verið liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna. Sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka