Ekki samstaða um matsmenn

Tek­ist var á um það fyr­ir héraðsdómi í gær­morg­un hvort lög­menn olíu­fé­lag­anna ESSO (Kers), Olís og Skelj­ungs fái að dóm­kveða mats­menn til að vinna nýja und­ir­mats­beiðni í máli fé­lag­anna gegn Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu. Eft­ir nokk­urt karp var málið lagt í hend­ur dóm­ara sem skil­ar úr­sk­urði í næstu viku.

Áður en til mál­flutn­ings vegna kröf­unn­ar kom var karpað um dóm­kvadda mats­menn sem vinna eiga yf­ir­mats­beiðni að kröfu verj­enda olíu­fé­lag­anna. Málsaðilar gátu aðeins komið sér sam­an um einn mats­manna, Ólaf Ísleifs­son hag­fræðing, en lög­menn fé­lag­anna voru ekki á eitt sátt­ir um hina tvo, þ.e. Gunn­ar Har­alds­son og Katrínu Ólafs­dótt­ur hag­fræðinga. Bókuðu verj­end­ur að þeir teldu Gunn­ar og Katrínu van­hæf til að sinna störf­un­um þar sem þau hefðu tjáð sig um olíu­fé­lög­in í ann­arri mats­gerð.

Und­ir­mats­beiðnin sem lög­menn olíu­fé­lag­anna fara fram á lýt­ur að ávinn­ingi fé­lag­anna vegna meints sam­ráðs þeirra. Heim­ir Örn Her­berts­son, lögmaður Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, fór fram á að kröf­unni yrði synjað, m.a. þar sem ít­ar­leg gögn um mál­efnið liggi fyr­ir í mál­inu og sönn­un­ar­færsl­an væri þarf­laus.

Verj­end­urn­ir töldu hana hins veg­ar þarfa og kæmi til vegna gagna­öfl­un­ar Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Töldu þeir eðli­legt að olíu­fé­lög­in fengju tæki­færi til að svara fyr­ir sig.

Í hnot­skurn


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert