Manfreð fékk heiðursverðlaun DV

Menningarverðlaun DV eru nefnd Jónas en um er að ræða …
Menningarverðlaun DV eru nefnd Jónas en um er að ræða verðlaungrip eftir listakonuna Huldu Hákon.

Manfreð Vilhjálmsson, arkítekt, hlaut sérstök heiðursverðlaun þegar menningarverðlaun DV voru afhent í gær. Fékk Manfreð verðlaunin fyrir frábært framlag sitt til íslenskrar byggingarlistar.

Verðlaun voru veitt í mörgun flokkum.

Í flokknum Kvikmyndir hlaut myndin Kjötborg eftir Helgu Rakel Rafnsdóttur og Huldu Rós Guðnadóttur verðlaunin. Katrín Ólína Pétursdóttir fékk verðlaun fyrir hönnun, Gunnar Eyjólfsson fékk verðlaun fyrir leik í verkinu  Hart í bak og Þorvaldur Gylfason, prófessor, fékk verðlaun fyrir fræðistörf fyrir skrif um hagfræði og efnahagsmál í blöðum, tímaritum og bókum á síðustu áratugum.

Álfrún Gunnlaugsdóttir fékk verðlaun í flokki bókmennta fyrir skáldsöguna Rán. Bragi Ásgeirsson var verðlaunaður fyrir myndlist fyrir yfirlitssýninguna Augnasinfóníu á Kjarvalsstöðum. Þá Kurt og Pí verðlaun í flokknum byggingarlist fyrir Menntaskóla Borgarbyggðar. Loks fékk Sinfóníuhljómsveit Íslands verðlaun fyrir tónlist og hljómsveitin Hjaltalín fékk sérstök netverðlaun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert