Eva Joly sérstakur ráðgjafi

Eva Joly.
Eva Joly. mbl.is/Billi

Rík­is­stjórn­in samþykkti í dag til­lögu Rögnu Árna­dótt­ur, dóms­málaráðherra, um að Eva Joly, fyrr­ver­andi sak­sókn­ari, verði sér­stak­ur ráðgjafi vegna rann­sókna á efna­hags­brot­um sem tengj­ast hruni fjár­mála­kerf­is­ins.

Eva Joly gegndi áður stöðu rann­sókn­ar­dóm­ara í Frakklandi en er nú meðal ann­ars ráðgjafi norsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hún hef­ur stundað rann­sókn­ir á fjár­mála­brot­um og fjár­mála­spill­ingu í Evr­ópu og víðar.

Eva Joly  hitti nokkra ráðherra í gær og ræddi um rann­sókn fjár­mála­brota. Í sam­tali við Mbl. sjón­varp sagðist hún leggja til að meiri þungi verði sett­ur í að rann­saka  efna­hags­brot í tengsl­um við banka­hrunið hér á landi og finna hvar pen­ing­ar sé að finna sem hafi verið komið und­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert